Skáldsögur, ljóð og þýddar bækur

03/12 2013

Sigurður Karlsson, Þorsteinn frá Hamri, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Dagur Hjartarson lásu upp úr bókum sínum 1. des 2013.

Nú er tekið að kólna í veðri og undirbúningurinn fyrir jólin kominn í fullan gang hjá flestum. Það er þó nauðsynlegt að taka sér hlé öðru hvoru og tilvalið að nýta tímann í að hlusta á rithöfunda lesa upp úr nýjum verkum sínum í hlýjunni í stofunni á Gljúfrasteini. Hér fyrir neðan má sjá dagskrána fyrir næsta sunnudag. Upplesturinn hefst kl. 16.00 og allir eru velkomnir.

8. desember
Eiríkur Guðmundsson - 1983
Guðmundur Andri Thorsson - Sæmd
Ingunn Ásdísardóttir – þýddi Ó - sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen
Arngunnur Árnadóttir - Unglingar
Jón Kalman - Fiskar hafa enga fætur

Hér má sjá dagskrá aðventuupplestranna í heild sinni.