Vinafélag Gljúfrasteins stendur fyrir göngu laugardaginn 11. júlí frá 13:30 til 16:30.
Gangan hefst við Gljúfrastein, þar sem litið verður inn á sýningu um Innansveitarkroniku, síðan gengið upp með Köldukvísl að Helgufossi, í fótspor Halldórs Laxness sem þangað fór í sína daglegu hressingargöngu á árum áður.
Frá Helgufossi verður gengið upp í Bringur og síðan sömu leið til baka.
Leiðsögumaður verður Margrét Sveinbjörnsdóttir, einn þriggja höfunda Árbókar Ferðafélags Íslands 2019 um Mosfellsheiði og gönguleiðabókarinnar Mosfellsheiðarleiðir.
Frítt er í gönguna og allir velkomnir.