Næstkomandi laugardag, þann 8. júní, verður haldið í svokallaða skáldagöngu í Mosfellsdal. Vinafélag Gljúfrasteins og Ferðafélag Íslands standa fyrir göngunni þar sem skoðaðar verða söguslóðir bóka eftir Halldór Laxness. Fjallað verður sérstaklega um Innansveitarkroniku og Í túninu heima. Einnig tengir gangan saman Halldór Laxness og Egil Skallagrímsson, en skáldin tvö eiga sögur sínar að rekja til dalsins þótt 1000 ár skilji þær að.
Keyrt verður frá Gljúfrasteini kl. 10 að Hrísbrú og hefst gangan þar. Gangan tekur um dalinn 3-4 klst. og endar hún á Gljúfrasteini þar sem hús skáldsins verður skoðað betur.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!