Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar á Gljúfrasteini á Safnanótt

25/01 2019

Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson 

Opið verður á Gljúfrasteini föstudagskvöldið 8.febrúar frá 19.00 - 23.00 í tilefni Safnanætur sem haldin er árlega í samstarfi við Vetrarhátíð. Gestum er þá boðið að skoða hús skáldsins og klukkan 20:30 hefjast tónleikar Sigríðar Thorlacius, söngkonu og Guðmundar Óskars Guðmundssonar, bassaleikara og gítarleikara.
Samstarf Sigríðar og Guðmundar Óskars hófst fyrir um áratug þegar þau voru bæði að stíga sín fyrstu skref sem starfandi tónlistarfólk. Þau kynntust í kórstarfi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og voru á sama tíma bæði nemendur við jazzdeild Tónlistarskóla FÍH.
Þau eru bæði í hljómsveitinni Hjaltalín.

Aðgangur að Gljúfrasteini er ókeypis á Safnanótt.
Öll innilega velkomin meðan húsrúm leyfir.
Safnanæturstrætó gengur í öll söfn sem taka þátt, gestum að kostnaðarlausu.