Síðasta sunnudag aðventu munu rithöfundarnir Eiríkur Guðmundsson,Gerður Kristný, Bjarki Bjarnason, Ófeigur Sigurðsson og Guðbergur Bergsson koma í stofuna og lesa úr bókum sínum.
Dagskráin hefur verið fjölbreytt og stofugestir hafa hlýtt á höfunda lesa úr nýjum ljóðabókum, smásögum, sögulegum skáldsögum ævisögubrotum í skáldsöguformi og skáldsögum. Stemningin í stofu Halldórs og Auðar á Gljúfrasteini er svo alltaf jafn einstök.
Lesið verður úr eftirfarandi verkum á þessum síðasta sunnudegi á aðventu:
19. desember
Eiríkur Guðmundsson Sírópsmáni
Gerður Kristný Blóðhófnir
Bjarki Bjarnason Líkmenn glatkistunnar
Ófeigur Sigurðsson Skáldsaga um Jón &
hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar
þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó
komu hennar & nýrra tíma
Guðbergur Bergsson Missir
Upplestrarnir hefjast kl. 16 og að venju er aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.