Síðasta helgaropnun á árinu dagana 25.-26. október

24/10 2014

Gljúfrasteinn að vetrarlagi.

Nú fer í hönd síðasta helgaropnun Gljúfrasteins á árinu en lokað verður um helgar yfir vetrarmánuðina eða frá og með 1. nóvember 2014 til 1. mars árið 2015.

Safnið verður opið á laugardag og sunnudag frá kl. 10-17 og taka starfsmenn Gljúfrasteins eins og ávallt vel á móti gestum.Ýmislegt má taka sér fyrir hendur í Mosfellsdal og eru starfsmenn safnsins fúsir til þess að leiðsegja þeim sem t.a.m. vilja ganga um dalinn.

Á aðventunni verður sem fyrr boðið upp á upplestur úr nýútkomum verkum á Gljúfrasteini, þessir viðburðir verða nánar auglýstir síðar.