Í gagnagrunninum Sarpi er meðal annars að finna upplýsingar um listaverk, muni, myndir og annað efni sem varðveitt eru á íslenskum minjasöfnum. Sarpur er menningarsögulegt gagnasafn, fullt af fróðleik.
Gljúfrasteinn er aðili að Sarpi. Hægt er að leita einungis að gripum sem til eru á Gjúfrasteini og er þá farið í valmyndina ,,öll söfn“ og í flettistikunni er valið ,,Gljúfrasteinn – hús skáldsins“. Hér á safninu hafa allir gripir í húsinu verið skráðir og er til dæmis búið að setja inn myndir af öllum gripum sem eru að finna í vinnuherbergi Halldórs Laxness. Vinna við ljósmyndun á gripum stendur yfir og verða þær færðar yfir í Sarp jafnóðum.
Hér má til að mynda sjá mynd og upplýsingar af púlti skáldsins.