Salka Valka komin út á hljóðbók

20/09 2022

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir les Sölku Völku.

Nú er Salka Valka komin út á hljóðbók hjá streymisveitunni Storytel. Bókin er aðgengileg á íslensku í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur og á sænsku í lestri Monicu Einarson.

Til að fagna útgáfunni mun Þórdís Björk lesa upp úr Sölku Völku á Gljúfrasteini sunnudaginn 2. október kl. 15. Upplesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.