Safnadagurinn á Gljúfrasteini

02/07 2013

Gljúfrasteinn að sumarlagi

Gljúfrasteinn býður gesti velkomna á safnadaginn í hljóðleiðsögn og ratleik fyrir alla fjölskylduna. Frítt verður inn í safnið frá kl. 9.00 – 15.00. Fyrir þá gesti sem eru á höttunum eftir útivist er ýmislegt í boði en í Mosfellsdal eru margar skemmtilegar merktar gönguleiðir og ekki er amalegt að feta í fótspor Halldórs Laxness sem hafði afar gaman af gönguferðum sínum um dalinn. Hægt er að fá gönguleiðakort á Gljúfrasteini en einnig er ágætt kort með merktum gönguleiðum á vef Mosfellsbæjar.

Diddú og Jónas á stofutónleikum
Síðast en ekki síst verða tónleikar í stofunni kl. 16.00 að vanda.Listamennirnir sem fram koma þau Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Jónas Ingimundarsson píanóleikari.

Aðgangseyrir er 1000 kr. Gestum er bent á að panta miða í síma 586 8066 eða með því að senda póst á netfangið gljufrasteinn@gljufrasteinn.is

Bílastæði
Gestir eru hvattir til að nota bílastæðið framan við Jónstótt við gömlu brúna yfir Köldukvísl. Þá er keyrt upp síðasta afleggjarann áður en komið er að Gljúfrasteini, við græna strætóbiðskýlið í Mosfellsdal á móti hestaleigunni í Laxnesi. Sjá meðfylgjandi mynd.