Pétur Ben hleypur í skarðið fyrir Snorra Helgason og spilar á Gljúfrasteini í kvöld klukkan 21. Snorri varð fyrir því óhappi í gær að skera sig á fingri og getur því ekki spilað.
Pétur Ben vakti fyrst athygli fyrir samstarf sitt við Mugison en hann m.a. samdi og útsetti lög á plötu hans, Mugimama Is This Monkeymusic? frá árinu 2004. Pétur hefur komið víða við á sínum ferli en hann samdi m.a. tónlistina í kvikmyndum Ragnars Bragasonar, Börn og Foreldrar og hefur einnig samið og útsett tónlist fyrir leikhús, m.a. annars í samstarfi við Nick Cave. Fyrsta platan hans, Wine For My Weakness kom út árið 2006 og er talin sérlega vel heppnuð frumraun en Pétur fékk Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir hana. Pétur hefur undafarin ár unnið með fjölda tónlistarmanna bæði sem samverkamaður og upptökustjóri en árið 2012 leit önnur sólóplata hans dagsins ljós: God’s Lonely Man.
Opið er á safninu frá klukkan 19-23 og býðst gestum að skoða safnið sér að kostnaðarlausu.
Safnanæturstrætó fer frá Kjarvalsstöðum kl. 20.00 og fer til baka kl. 22.00. – Dagskrá
Frekari upplýsingar um dagskrá Safnanætur og Vetrarhátíðar má nálgast á vef vetrarhátíðarinnar.
Hér fyrir neðan má heyra titillagið af nýjustu plötu Péturs sem kom út í fyrra, God's lonely man.