Nú hefur Gljúfrasteinn opið um helgar á ný en safnið verður opið frá kl. 10:00-17:00 alla daga nema mánudaga frá og með 1. mars.
Nú er sólin farin að hækka á lofti og því tilvalið að bregða sér í Mosfellsdalinn þar sem margar skemmtilegar gönguleiðir er að finna.
Í nágrenni Gljúfrasteins eru stikaðar gönguleiðir og fræðsluskilti en nánari upplýsingar má nálgast á safninu eða þar til gerðu göngukorti með gönguleiðum í nágrenninu.
Hægt er að feta slóð skáldsins um dalinn, ganga upp með Köldukvíslinni eða fara í lengri göngu til dæmis upp á Grímannsfell, að Helgufossi eða í átt að Mosfellskirkju.
Starfsmenn Gljúfrasteins leiðbeina gestum fúslega um gönguleiðir og aðra afþreyingu í Mosfellsdalnum