Frá og með næsta sunnudegi, 1. mars er opið um helgar á Gljúfrasteini. Safnið verður þá opið frá kl.10:00-16:00 alla daga nema mánudaga. Boðið er upp á hljóðleiðsögn um húsið sem er á íslensku, ensku, dönsku, þýsku eða sænsku. Hægt er að fá textaleiðsögn um húsið á frönsku. Þá er tilvalið að fá sér göngu í Mosfellsdalnum en í nágrenninu eru stikaðar gönguleiðir og hægt að fá nánari upplýsingar í afgreiðslu safnsins.