Nýjungar á nýju ári

04/01 2013

Gljúfrasteinn að vetrarlagi.

Gestum okkar og velunnurum er bent á það að með nýju ári gengur í gildi breyttur opnunartími Gljúfrasteins en hann má sjá hérna til hliðar. Breytingin er aðallega fólgin í því að framvegis verður lokað um helgar frá nóvember til febrúar að báðum mánuðum meðtöldum. Við bjóðum hins vegar enn þá hópa velkomna en opið er fyrir þá eftir samkomulagi.