Nýtt ár

09.01 2026

Í upphafi nýs árs er vert að minnast á það að á Gljúfrasteini er út febrúar opið alla virka daga nema mánudaga frá 10-17 og tilvalið er að gera sér ferð upp í Mosfelldal með rísandi sól og koma í heimsókn. Einnig má benda á að tekið er á móti skólahópum þeim að kostnaðarlausu og má finna frekari upplýsingar um slíkar heimsóknir hér á síðunni.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur!

Gljúfrasteinn að vetrarlagi.