Í síðustu viku komu vel yfir 100 menntaskólanemar að heimsækja safnið. Í mörgum menntaskólum landsins er ferð á Gljúfrastein orðinn árlegur viðburður í tengslum við lestur verka Halldórs Laxness.
Nemendur fá hefðbundna hljóðleiðsögn um húsið og kynnast þannig heimilislífinu á Gljúfrasteini og störfum skáldsins. Einnig fræðast nemendur um verk og störf Halldórs í gegnum margmiðlunarsýningu. Sérstök áhersla er lögð á þann tíma þegar Halldór var ungur maður að feta sín fyrstu skref sem rithöfundur.
Hér má sjá myndir og umsögn um heimsókn Menntaskólans að Laugarvatni.