Þessa dagana stendur yfir heildarflutningur á lögum Megasar við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Í tilefni þess útvarpaði Víðsjá viðtali Atla rúnars Halldórssonar og Gunnars E. Kvaran frá 1985 við Megas og frænda hans, Halldór Laxness, sem las Passíusálmana í útvarpið á þeim tíma. Í viðtalinu ræða skáldin tvö um passíusálmana og hvers vegna þeir telja að þeir eigi enn erindi við fólkið í landinu.
Hér má hlusta á Víðsjá í Sarpi Ríkisútvarpsins. Viðtalið hefst í kringum 7:50.