Með haustinu kemur skólafólk á Gljúfrastein

13/10 2018

Gljúfrasteinn í október

Það er fallegt um að litast í Mosfellsdal þegar haustlitirnir eru allsráðandi. Á þessum árstíma er von á færri erlendum ferðamönnum en á sumrin á Gljúfrastein en í þeirra stað kemur skólafólkið. Í október er von á um 300 börnum og unglingum úr ýmsum leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum.
Boðið eru uppá sérsniðna fræðslu fyrir hvert aldursstig og markmiðið er að vekja áhuga á ævi Halldórs Laxness, verkum hans og fjölbreyttum áhugasviðum.
Áhersla er lögð á mikilvægi skapandi hugsunar og hvernig hægt er að tjá hana meðal annars með því að skrifa, teikna, dansa og leika.
Frítt er fyrir nemendahópa og hópstjóra sem koma í námsferð á Gljúfrastein.

Nánari upplýsingar um heimsóknir skólahópa á Gljúfrastein