Lokað á Gljúfrasteini fram á haust

18/05 2016

Gljúfrasteinn og Jagúarinn á planinu sumarið 2008

Safnið á Gljúfrasteini er lokað vegna framkvæmda innanhúss. Upphaflega stóð til að safnið yrði aðeins lokað í janúar og febrúar en í ljós komu rakaskemmdir sem tekur mun lengri tíma  að gera við.

Gljúfrasteinn var reistur árið 1945 eftir teikningu Ágústs Pálssonar arkitekts. Húsið var friðað 2012 og lögð er áhersla á að vandað sé til verka svo það geti gegnt hlutverki sínu til framtíðar sem hingað til.

Fyrirspurnum er svarað á netfanginu gljufrasteinn@gljufrasteinn.is eða í síma 586 8066.