Leikhópurinn Kriðpleir setur upp verk byggt á Íslandsklukkunni

04/12 2014

Leikhóprinn Kriðpleir

Það finnast víða verk byggð á bókum Halldórs Laxness. Eitt þeirra er leikverkið Síðbúin rannsókn – endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar, sem sett er upp af leikhópnum Kriðpleir.  Hópinn skipa Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason og Árni Vilhjálmsson.

Verkið byggir á Íslandsklukkunni og segir Friðgeir útgangspunktinn vera kvikmyndagerðarmenn sem eru að búa til kvikmynd um glæpinn og líf Jóns Hreggviðssonar en ná ekki að klára hana. Leiksýningin er þeirra tilraun til að brúa bilið og fylla upp í eyðurnar í myndinni.

Leiksýningin fer fram í Bíó Paradís og stór hluti sýningarinnar er í formi kvikmyndar sem persónurnar eru með í bígerð. Það var Janus Bragi Jakobsson sem sá um kvikmyndagerðina, leikmyndin er eftir Tinnu Ottesen en verkið eftir Bjarna Jónsson.

Á Fésbókarsíðu leikhópsins er hægt að fræðast nánar um verkið