Laxness á Merkúríusi

20.06 2013

Þann 18. júní síðastliðinn samþykkti örnefnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga tillögu vísindamanna, sem starfa við MESSENGER-leiðangur NASA, að nefna gíg á Merkúríusi í höfuðið á nóbelskáldinu Halldóri Kiljan Laxness. Gígurinn er skammt frá norðurpól plánetunnar og er um 26 kílómetrar að þvermáli.
Merkúríus, sem er innsta reikistjarna sólkerfisins, hefur fengið fleiri gíga nefnda í höfuð þekktra einstaklinga sem markað hafa spor í lista- og menningarheiminum. Þar má nefna til að mynda Beethoven, Mozart, Picasso, Tolkien og Hemingway. Halldór er samt ekki eini Íslendingurinn sem hefur fengið gíg nefndan eftir sér á Merkúríusi. Ásamt Laxness má finna þar Snorra eftir sagnaritaranum Snorrasturlusyni, Sveinsdóttur eftir listakonunni Júlíu Sveinsdóttur og Tryggvadóttur eftir listakonunni Nínu Tryggvadóttur. Einnig má finna fleiri íslensk örnefni víðsvegar um sólkerfið.

Halldór við skrifpúltið í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini.