Laxness á Merkúríusi

20/06 2013

Halldór við skrifpúltið í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini.

Þann 18. júní síðastliðinn samþykkti örnefnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga tillögu vísindamanna, sem starfa við MESSENGER-leiðangur NASA, að nefna gíg á Merkúríusi í höfuðið á nóbelskáldinu Halldóri Kiljan Laxness. Gígurinn er skammt frá norðurpól plánetunnar og er um 26 kílómetrar að þvermáli.
Merkúríus, sem er innsta reikistjarna sólkerfisins, hefur fengið fleiri gíga nefnda í höfuð þekktra einstaklinga sem markað hafa spor í lista- og menningarheiminum. Þar má nefna til að mynda Beethoven, Mozart, Picasso, Tolkien og Hemingway. Halldór er samt ekki eini Íslendingurinn sem hefur fengið gíg nefndan eftir sér á Merkúríusi. Ásamt Laxness má finna þar Snorra eftir sagnaritaranum Snorrasturlusyni, Sveinsdóttur eftir listakonunni Júlíu Sveinsdóttur og Tryggvadóttur eftir listakonunni Nínu Tryggvadóttur. Einnig má finna fleiri íslensk örnefni víðsvegar um sólkerfið.