Kristnihald undir jökli komin út á tékknesku

02/12 2011

Kristnihald undir jökli á tékknesku. Bókin kom út árið 2011.

Kristnihald undir Jökli er komið út í Tékklandi. Tékkneskur titill bókarinnar er Krestanství pod ledovcem. Þýðandi er Helena Kadecková sem einnig ritar eftirmála. Forlagið Dybbuk gefur bókina út.

Halldór Laxness ætlaði sér snemma að hasla sér völl á erlendum bókamarkaði. Hann varði miklum tíma með Magnúsi Á. Árnasyni í Bandaríkjunum í lok þriðja áratugarins við að þýða Vefarann mikla frá Kasmír á ensku en ekkert varð úr útgáfu. Það var ekki fyrr en Gunnar Gunnarsson, sem þá stóð á hátindi ferils síns í Danmörku, þýddi Sölku Völku á dönsku árið 1934 að eitthvað fór að gerast. Útgáfan markaði upphafið að glæstum ferli sem varði meðan Halldór lifði – og sér raunar ekki fyrir endann á. Alls hafa verk hans komið út í meira en 600 útgáfum á yfir fjörutíu tungumálum.