Kristín Guðrún Jónsdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin
23.04 2013
Hin Íslensku þýðingaverðlaun voru afhent á Gljúfrasteini við hátíðlega athöfn í dag. Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Gímsson afhenti Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur verðlaunin í ár fyrir bókina: Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Monterroso. Bókin er gefin út af bókaforlaginu Bjarti.

Kristín Guðrún Jónsdóttir sem hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2013