Kraftmikið rokk og grípandi melódíur frá hljómsveitinni Vio

13/07 2015

Hljómsveitin Vio leikur tónlist á stofutónleikum Gljúfrasteins næstkomandi sunnudag. Hljómsveitina skipa fjórir æskuvinir úr Mosfellsbænum; þeir Magnús Thorlacius, Páll Cecil Sævarsson, Kári Guðmundsson og Yngvi Rafn Garðarsson Holm.

Vio sigraði Músíktilraunir árið 2014 og sendi í kjölfarið frá sér sína fyrstu plötu, Dive In. Síðasta sumar lék hljómsveitin í Þýskalandi og Hollandi en í árslok hlaut Vio tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum bjartasta vonin í poppi, rokki og blús.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 1. júní til 31. ágúst og hefjast þeir klukkan 16:00. Miðaverð er 1500 krónur.

Dagskrá stofutónleika Gljúfrasteins í heild sinni.