Konur sem vilja vera menn með mönnum

29/10 2010

Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum, mun stýra verki mánaðarins næstkomandi sunnudag 31. október klukkan 16.

Í tilefni af 35 ára afmæli kvennafrídagsins er ekki úr vegi að huga að kvenpersónunum í bókum Halldórs Laxness.

Kvenlýsingar Halldórs heilluðu Íslendinga og ögruðu þeim jafnframt sem vonlegt var. Dagný mun fjalla um konur í verkum skáldsins frá Huldu í Barni náttúrunnar, fyrstu bók Halldórs, til hinna óraunverulegu kvenpersóna eða huldukvenna  í síðustu bókum hans.

Dagný hefur farið um víðan völl í skrifum sínum um konur og íslenskar bókmenntir og  í haust kom út ný bók eftir hana hjá bókaforlaginu Bjarti, Öldin öfgafulla,  sem veitir nýja sýn á bókmenntasögu tuttugustu aldarinnar.

Aðgangseyrir er 800 krónur og allir velkomnir.