KK á Gljúfrasteini á safnanótt

09/02 2010

KK, Kristján Kristjánsson trúbador

Gljúfrasteinn tekur þátt í safnanótt í fyrsta sinn í ár og verður með opið frá klukkan 19-24 föstudaginn 12. febrúar. Boðið er upp á hljóðleiðsögn um húsið og margmiðlunarsýningu í móttökuhúsi.

Klukkan 21 verður KK með tónleika í stofunni.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis.

KK spilaði fyrir fullu húsi á stofutónleikum Gljúfrasteins síðasta sumar. Hér má finna tengil á upptöku frá þeim tónleikum.

Safnastrætó mun keyra frá Kjarvalsstöðum til Gljúfrasteins klukkan 20 og til baka klukkan 22.