Jón Stefán Kristjánsson hlaut Íslensku þýðingarverðlaunin

15/02 2020

Jón Stefán Kristjánsson, þýðandi, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastóri Forlagsins

Sjö þýðing­ar voru tilnefndar til Íslensku þýðinga­verðlaun­anna í ár en þau hafa verið veitt árlega frá 2005 fyrir vandaða þýðingu á fag­ur­bók­mennta­verki. Til verðlaunanna var stofnað til að vekja at­hygli á ómet­an­legu fram­lagi þýðenda til ís­lenskra bók­mennta. Að þessu sinni hlaut Jón Stefán Kristjánsson verðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Hin ósýnilegu eftir Roy Jacobsen. 

Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í stofunni á Gljúfrasteini.

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að stíll Roy Jacobsens sé ljóðrænn, tær og stundum kímniblandinn og að blær skáldsögunnar komist einkar vel til skila í fallegri og vandaðri þýðingu Jóns Stefáns Kristjánssonar. Þýðingin sé áreynslulaus og fáguð og beri jafnframt merki um frábært vald þýðandans á íslensku máli. 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sagði í ræðu sinni áður en hann upplýsti hvaða þýðandi hefði orðið fyrir valinu að það virtist þvælast fyrir okkur að þýdd verk eigi sér tvö höfunda en að öðrum þeirra virðist ætlað að halda sér til hlés ,,nei segjum við hér háum rómi. Heiður þeim sem heiður ber", sagði forseti Íslands og tilkynnti síðan að Jón Stefán Kristjánsson hefði hlotið Íslensku þýðingarverðlaunin árið 2020. 

Til hamingju Jón Stefán Kristjánsson!