Jón Erlendsson hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin rétt í þessu fyrir þýðingu sína á Paradísarmissi eftir John Milton. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, forseti afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn að Gljúfrasteini í blíðskaparveðri í dag.
Að Íslensku þýðingarverðlaununum stendur Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félagi íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2005 fyrir framúrskarandi íslenska þýðingu á fagurbókmenntum.
Í ár voru eftirfarandi þýðendur tilnefndir:
Áslaug Agnarsdóttir fyrir Gráar býflugur eftir Andrej Kúrkov. Bjartur gefur út.
Gyrðir Elíasson fyrir Grafreitinn í Barnes eftir Gabriel Josipovici. Dimma gefur út.
Hallur Páll Jónsson fyrir Mæður og syni eftir Theodor Kallifatides. Dimma gefur út.
Heimir Pálsson fyrir Lokasuðuna eftir Torgny Lindgren. Ugla gefur út.
Jón Erlendsson fyrir Paradísarmissi eftir John Milton. Mál og Menning gefur út.
Pálína S. Sigurðardóttir fyrir Andkrist eftir Friedrich Nietzsche. Hið íslenska bókmenntafélag gefur út.
Uggi Jónsson fyrir Orðabók hinna týndu orða eftir Pip Williams. Mál og Menning gefur út.
Í dómnefnd sátu Elísabet Gunnarsdóttir, Þórður Helgason og Guðrún H. Tulinius sem jafnframt var formaður nefndarinnar.
Við óskum Jóni hjartanlega til hamingju með verðlaunin.