Ingibjörg Guðjónsdóttir og Ástríður Alda Sigurðardóttir á Stofutónleikum

26/08 2014

Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari

Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari helga efnisskrá sína lögum og ljóðum frá öðrum tug tuttugustu aldar þegar Halldór Laxness dvaldi í Bandaríkjunum og Kanada.

Efnisskráin er sérlega fjölbreytt með íslenskum og bandarískum sönglögum eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Amy Beach, Ernest Charles, George Gershwin og amerísk þjóðlög í útsetningu Aaron Copland.

 

Ingibjörg Guðjónsdóttir stundaði söngnám við Tónlistarskóla Garðabæjar en framhaldsnám við Indiana University í Bandaríkjunum. Ingibjörg hefur haldið fjölda einsöngstónleika, tekið þátt í tónlistarhátíðum, óperum og verið einsöngvari með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum og kórum, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur gefið út tvær geislaplötur, Óperuaríur og Ó Ó Ingibjörg. Ingibjörg er söngkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og stjórnandi Kvennakórs Garðabæjar.

Ástríður Alda Sigurðardóttir hóf nám í píanóleik 6 ára gömul hjá móður sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur en útskrifaðist frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og stundaði framhaldnám við Indiana University. Ástríður hefur komið víða fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistrmönnum. Hún er meðlimur í Elektra Ensamble og tangósveitinni Fimm í tangó. Árið 2012 gaf hún út sólóplötuna CHOPIN en einnig hefur komið út geisladiskurinn ALDARBLIK með henni og söngvurunum Eyjólfi Eyjólfssyni og Ágústi Ólafssyni. Ástíður Alda kennir við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 1. júní til 31. ágúst og hefjast þeir klukkan 16:00. Miðaverð er 1500 krónur.