Í túninu heima á Gljúfrasteini
21.08 2023
Nú líður senn að árlegu bæjarhátíðinni Í túninu heima, en hún fer fram dagana 24. – 27. ágúst. Að venju er boðið upp á fjölbreytta menningarviðburði, til að mynda tónleika, myndlistarsýningar, útimarkaði og íþróttaviðburði svo fátt eitt sé nefnt.
Gljúfrasteinn tekur að sjálfsögðu þátt í hátíðinni og opnar dyr safnsins upp á gátt laugardaginn 26. ágúst. Frítt verður inn á safnið þennan dag og plata á fóninum.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest kæru Mosfellingar og aðrir gestir.

Í túninu heima er árlegur viðburður og oft margt um manninn í Mosfellsdal þessa helgi. Sjáumst á Gljúfrasteini.