„Þegar komið er fram á einmánuð og tekið að lengja dag, þá förum við hér í holtinu að vonast eftir lóunni. Þegar ég var lítill hérna í holtinu gekk ég út með pabba mínum einn morgun, og það var komin lóa í moleitri kápu, svört á bringunni, og hafði þennan viðkvæma innilega blæ á röddinni og skoðaði hlustandi svip í auganu. Ég hljóp í áttina til hennar og ætlaði að ná henni, en hún fór undan. [...] Nú geng ég út í holtið með Siggu og Dunu og þær hlaupa á stað og reyna að handsama lóuna eins og ég gerði, en lóan fer undan eins og forðum. Hún fer undan en er jafngóður vinur okkar samt.“ (Gjörníngabók 1959)
~
Nú fer daginn að lengja og þó það sé kannski kalt, þá er okkur farið að hlakka til vorsins. Nú verður opið um helgar á Gljúfrasteini frá og með mars.
Opnunartímar eru því frá þriðjudegi til sunnudags frá 10-16.
Í vor verður svo spennandi viðburðadagskrá á laugardögum og hlökkum við til að kynna dagskrána betur þegar nær dregur.
Sjáumst á Gljúfrasteini!