Gljúfrasteinn – hús skáldsins auglýsir eftir starfskrafti í 80% starf.
Helstu verkefni eru:
• Að taka á móti innlendum og erlendum gestum og skólahópum.
• Að taka virkan þátt í þróunar- og fræðslustarfi safnsins.
• Að sinna markaðssetningu safnsins m.a. á samfélagsmiðlum.
• Að veita upplýsingar um Halldór Laxness, verk hans og safnkost Gljúfrasteins.
• Að vinna við skráningu safnkosts í Sarpi - Menningarsögulegu gagnasafni.
• Að halda húsinu og umhverfi þess snyrtilegu.
• Að sinna ýmsu öðru sem tengist beint rekstri safnsins.
Kröfur til starfsmannsins:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Góð þekking á íslenskum bókmenntum.
• Tölvuþekking.
• Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
• Tungumálakunnátta.
• Hæfileiki til að tjá sig frammi fyrir öðrum.
• Starfsmaður þarf að vera sveigjanlegur og eiga bæði gott með að vinna sjálfstætt og í hópi.
Starfsmaður þarf að hafa áhuga á verkum Halldórs Laxness og vera tilbúinn til að afla sér frekari fróðleiks um skáldið, ævi hans og lífið á Gljúfrasteini. Um er að ræða 80% starf og þarf starfsmaður að vera tilbúinn að standa vaktina aðra hvora helgi. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsókn um starfið skal senda á netfangið gudny@gljufrasteinn.is fyrir 19. Janúar 2018. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar um starfsemi Gljúfrasteins má finna á heimasíðu safnsins www.gljufrasteinn.is. Frekari upplýsingar veitir Guðný Dóra Gestsdóttir, gudny@gljufrasteinn.is eða í síma 586 8066 / 863 0685.
Hlutverk Gljúfrasteins er að sýna heimili Halldórs Laxness sem lifandi safn og standa vörð um lífsstarf hans. Áhersla er lögð á að safna, varðveita, rannsaka og miðla þekkingu um verk Halldórs Laxness og ævi hans og miðla þeim fróðleik meðal annars með sýningum, útgáfum og öðrum hætti. Gljúfrasteinn er viðurkennt safn samkvæmt safnalögum frá 5. febrúar 2014. Húsið að Gljúfrasteini er friðað frá 7. júní 2010.