Haustið á Gljúfrasteini

11/10 2022

Flensborgarhópurinn í miklu stuði

Haustið á Gljúfrasteini hefur verið viðburðaríkt.

Þórdís Björk, leikkona, las upp úr Sölku Völku sunnudaginn 2. október og segir í frétt Fréttablaðsins að draumur hafi ræst að fá að lesa Sölku á hljóðbók. Þórdís segir að Salka Valka hafi verið uppáhalds bók sín síðan hún las hana fyrst. Það var falleg stund hér á Gljúfrasteini þegar Þórdís gaf textanum líf með sinni góðu rödd og túlkun. 

Á laugardaginn var, fylltist safnið af nemendum Endurmenntunar HÍ, sem hafa setið námskeið um Sölku Völku. Halldór Guðmundsson og Auður Jónsdóttir leiddu líflegar umræður og sátu fyrir svörum nemenda. 

Í vikunni sótti Flensborgarskólinn safnið heim, en eru þrír Laxness hópar í Flensborg. Krakkarnir, undir leiðsögn Símonar Jóns, skoðuðu safnið, bæinn Laxnes, Mosfellskirkju og sveitina og var mikil stemning að fá þau.

Leshringur Mosfellsbæjar kom í heimsókn en eru þau að lesa Sölku Völku.