Í tengslum við bæjarhjátíð Mosfellsbæjar , „Í túninu heima“ mun vinafélag Gljúfrasteins standa fyrir gönguferð um Mosfellsdalinn þar sem gengið verður í spor Halldórs Laxness. Gönguferðin ber yfirskriftina „Halldór og fólkið í Dalnum“ og leiðsögumaðurinn er Birgir D. Sveinsson fyrrverandi skólastjóri. Gangan hefst á stuttri tölu í Mosfellskirkju og verður meðal annars gengið um kirkjugarðinn að Guddulaug og Laxnesi. Gönguferðinni lýkur svo við Gljúfrastein þar sem göngufólk fær ókeypis aðgang að safninu.
Lagt verður af stað frá Mosfellskirkju kl. 13.00.
Hér má finna frekari upplýsingar um dagskrá „Í túninu heima“ (PDF).
Hér má fræðast um vinafélag Gljúfrasteins.