Halldór Laxness og Íslandsklukkan

06/04 2010

Íslandsklukkan 1943

„Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó."
(Íslandsklukkan. 17. kafli. Jón Hreggviðsson.)

Haukur Ingvarsson ræddi um Halldór Laxness og Íslandsklukkuna á Rás 1 á páskadag klukkan 13. Hægt er að hlusta á þáttinn hér.

Innan skamms verður Þjóðleikhúsið sextíu ára og af því tilefni verður Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness sett á svið en leikgerð hennar var eitt af þremur verkum sem sýnt var við stofnun þess árið 1950. Haukur velti vöngum yfir skáldsögu Halldórs og leitaði meðal annars fanga í safni Ríkisútvarpsins þar sem má finna lestra Halldórs á ritgerðum, viðtöl og útvarpserindi. Einnig fór hann á stúfana og ræddi við leikstjóra nýju uppfærslunnar Benedikt Erlingsson, leikarana Lilju Nótt Þórðardóttur sem fer með hlutverk Snæfríðar, Ingvar E. Sigurðsson sem leikur Jón Hreggviðsson og Herdísi Þorvaldsdóttur, hún leikur móður Jóns í þessari uppfærslu en lék Snæfríði árið 1950.

Benedikt Erlingsson mun einmitt sjá um stofuspjall á Gljúfrasteini sunnudaginn 30. maí þar sem hann mun fjalla um leikgerð Íslandsklukkunnar.