Halldór Laxness var opinber persóna stærstan hluta 20. aldarinnar. Hann var líka umdeildur rithöfundur og skoðanir hans og skrif áttu ekki upp á pallborðið hjá öllum sem hann átti samskipti við í gegnum tíðina. Það skyldi því engan undra að mikið sé til af sögum um tilsvör hans, athafnir og samskipti við aðra.
Hér fyrir neðan má sjá tengil á eina slíka frásögn, þar sem eldri maður frá kanada af íslenskum ættum segir frá því þegar Halldór kom í smábæ þar um slóðir að lesa úr verkum sínum. Móttökurnar þar reyndust hinsvegar ansi ólíkar því sem hann átti síðar meir að venjast sem Nóbelsskáld.