Halldór í jöklagöngu

04/02 2011

Á Eyjafjallajökli 1942 eða 1943. Frá vinstri: Sveinn Einarsson frá Miðdal, óþekktur vinur, Halldór Laxness og Baldur Ásgeirsson.

Margar skemmtilegar myndir eru til af skáldinu. Þeirra á meðal er mynd af Halldóri í góðra vina hópi á Eyjafjallajökli.

Á myndinni má sjá Halldór Laxness í jöklaferð með Fjallamönnum. Myndina tók Guðmundur frá Miðdal, góðvinur Halldórs, á hátindi Eyjafjallajökuls. Með Halldóri eru Sveinn Einarsson frá Miðdal bróðir Guðmundar, leirkerasmiður og síðar veiðistjóri, þá er þarna óþekktur maður, síðan Halldór Laxness og loks Baldur Ásgeirsson mótasmiður. Sveinn og Baldur unnu báðir í Listvinahúsinu.