Í kvöld kl. 21.20 hefst lestur Halldórs Laxness á Guðsgjafaþulu á Rás 1 sem er kvöldsaga útvarpsins að þessu sinni. Í tilefni þess ræddi Víðsjá við Óskar Gunnarsson, barnabarn Óskars Halldórssonar og er það viðtal aðgengilegt á heimasíðu RÚV. Óskar Halldórsson, sem var útgerðarmaður, er talinn vera fyrirmynd Bersa Hjálmarssonar, aðalpersónu Guðsgjafaþulu. Í viðtalinu talar Óskar um afa sinn og segir sögur úr síldinni.
Guðsgjafaþula er síðasta eiginlega skáldsaga Halldórs áður en hann sneri sér að því að skrifa minningabækur sínar.
Hér má nálgast frekari upplýsingar um Guðsgjafaþulu.
Hér má finna viðtal Víðsjár við Óskar Gunnarsson
Hér verður hægt að nálgast lestur Halldórs á Guðsgjafaþulu í Sarpinum á heimasíðu RÚV