Gljúfrasteinn er nú kominn með nýja síðu á bandaríska samskiptavefnum Twitter.
Twitter er síða þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta birt stuttar tilkynningar og smáfréttir. Við á Gljúfrasteini nýtum okkur Twittersíðu okkar til þess að ná til erlendra gesta og menningarvita. Þar eru birtar krækjur í áhugaverðar fréttir úr íslenska menningaheiminum, sem og krækjur í greinar sem fjalla um það helsta sem er að gerast í bókmenntaheiminum í dag.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að heimsækja síðu okkar, og jafnvel gerast áhangendur Gljúfrasteins á Twitter, heimsækið www.twitter.com/gljufrasteinn.