Gleðilegt nýtt ár
02.01 2013
Starfsfólk Gljúfrasteins óskar landsmönnum, gestum og samstarfsaðilum safnsins gleðilegs árs með þökk fyrir heimsóknir og samstarf á liðnu ári.

Við arininn í stofunni stendur „Eggið" eftir Arne Jacobsen en þar sat Halldór gjarnan. Myndin til vinstri, ofan við stólinn, er eftir Kristján Davíðsson. Í hinum stólnum er púði sem Auður gerði í París og kallaði Landaparís; með litunum ætlaði hún að fanga andrúm borgarinnar. Á arinhillunni rísa hæst tvö Afríkulíkneski sem Halldór og Auður keyptu af Kristjáni Davíðssyni en hann flutti þau heim með sér þegar hann kom úr námi í Bandaríkjunum. Þá er frönsk stytta, mynd af Ása-Þór, stytta sem Auður keypti á Indlandi og önnur grænlensk. Yst til hægri er mynd eftir Ásmund Sveinsson sem Auður keypti um 1940.