Gjöf frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands

05/12 2018

Gjöf til safnsins frá Heimiliðnaðarfélagi Íslands 

Hópur kvenna frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands kom á sýninguna ,,Frjáls í mínu lífi“ á dögunum og eftir að hafa fengið leiðsögn um veröld Auðar Laxness á Gljúfrasteini færðu þær safninu merkilega og fallega gjöf; eintök af ársriti Heimilisiðnaðarfélagsins, Hugur og hönd,  allt frá fyrstu útgáfu árið 1966 til ársins 2018.  
Auður starfaði með Heimilisiðnaðarfélaginu um skeið og sat í ritnefnd ársritsins Hugur og hönd í 13 ár frá árinu 1971 til 1984.  Auður skrifaði einnig margar greinar í ritið og birti þar prjónauppskriftir.