Gershwin á Gljúfrasteini

03/06 2010

Hulda Björk Garðarsdóttir, söngur, Kjartan Valdemarsson, píanó, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, og Ólafur Stolzenwald, kontrabassi

Sunnudaginn 6.júní klukkan 16 hefjast fyrstu stofutónleikar sumarsins. Þá munu Hulda Björk Garðarsdóttir, Kjartan Valdemarsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur E. Stolzenwald heimsækja Gljúfrastein og flytja nokkur vel valin Gershwin lög.

Þau mætast á miðri leið í tónlist hans, þar sem klassískur og jazzaður bakgrunnur þeirra kemur saman.

Fyrir ári síðan spiluðu þau í fyrsta sinn saman á stofutónleikum Listahátíðar Reykjavíkur og eru full tilhlökkunar að telja inn í stofustemninguna á Gljúfrasteini.

Hulda Björk Garðarsdóttir - söngur
Kjartan Valdemarsson - píanó
Ásgeir Ásgeirsson - gítar
Ólafur E. Stolzenwald – kontrabassi

Aðgangseyrir er 1.000 krónur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Tónleikadagskrána í heild sinni má sjá hér.