Gerpla komin út á hollensku

11/10 2011

Bókakápa Gerplu á hollensku.

Verk Halldórs Laxness halda áfram að ferðast um veröldina, lesendum til ánægju og yndisauka. Nú hefur Gerpla verið þýdd á hollensku í fyrsta skipti. Þýðandi er Marcel Otten en hann hefur þýtt 7 skáldsögur Halldórs á hollensku á undanförnum árum. Á heimasíðunni er hægt að sjá allar þýðingar á bókum Halldórs eftir tungumálum en bækur hans hafa verið þýddar á yfir 40 tungumál.