Gengið um slóðir Laxness í miðborginni

04/10 2018

Laugavegur um aldamótin. Séð upp eftir neðsta hluta götunnar. Halldór Laxness fæddist á Laugavegi 32 árið 1902.

Laugardaginn 6. október næstkomandi verður gengið um slóðir Halldórs Laxness í miðborginni. Gangan hefst við Laugaveg 32, fæðingarstað Laxness. Þaðan verður gengið niður Laugaveg og Bankastræti, inn Laufásveg og áfram þræddar götur og stígar og staldrað við hús sem koma við uppvaxtarsögu skáldsins eða hafa ratað í bækur hans.

Lagt verður af stað klukkan 11 frá Laugavegi 32 og áætlað er að gangan taki um eina og hálfa klukkustund. Fararstjórn verður í höndum Péturs H. Ármannssonar.

Gangan er á vegum Ferðafélags Íslands í samstarfi við Vinafélag Gljúfrasteins. Þáttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Sjá nánar á vef Ferðafélags Íslands