Reykjavik Culture Walks er app á vegum Bókmenntaborgarinnar en þar má finna göngur um miðborgina þar sem bókmenntir eru í brennidepli.
Haukur Ingvarsson er leiðsögumaður um slóðir Halldórs Laxness í miðborginni og segir frá nokkrum stöðum sem tengjast sögu skáldsins. Ferðinni er fyrst heitið að fæðingarstað Halldórs að Laugavegi 32, síðan er meðal annars Melkot heimsótt ásamt heimili Halldórs við Vesturgötu.