Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO bætti nýverið við bókmenntagöngu um slóðir Halldórs Laxness í miðborg Reykjavíkur í smáforritið Reykjavik Culture Walks. Gönguna leiðir Haukur Ingvarsson og fetar hann í kompaníi við skáldið og hlustendur um goðsagnakennd hús og staði eins og t.d. Mjólkurfélag heilagra og Unuhús. Halldóri bregður sjálfum fyrir hér og þar er hann les upp úr ólíkum verkum sínum. Gönguna vann Haukur í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Gljúfrastein – Hús skáldsins og Ríkisútvarpið.
Þá er ekki úr vegi að minnast á að smáforritið Reykjavik Culture Walks geymir þrjár aðrar göngur á íslensku, fjórar á ensku, tvær á spænsku og eina á þýsku. Hægt er að nálgast smáforritið í App Store fyrir iPhone og Google Play Store fyrir Android.