Frá og með föstudeginum 1. júní er opið á Gljúfrasteini alla daga frá 9.00 - 17.00
Á sunnudögum klukkan 16.00 eru stofutónleikar í húsi skáldsins og þá er hætt að hleypa inn í hljóðleiðsögn klukkan 15.00.
Garðurinn umhverfis húsið er einnig opinn almenningi og hentugar gönguleiðir eru til dæmis upp með ánni í átt að eyðibýlinu Bringum og niður með Köldukvísl í áttina að Guddulaug.
Hér er kort af svæðinu með helstu kennileitum
Velkomin.