Í dag barst Gljúfrasteini góður liðsauki, þegar Kristjana Jónsdóttir kom í starfskynningu. Dagurinn byrjaði á móttöku ferðamanna frá Svíþjóð, en það er einmitt eitt af megin verkefnum starfsfólks Gljúfrasteins að taka vel á móti gestum og gangandi. Kristjana fræddist um húsið, Halldór Laxness og Auði konu hans.
Kristjana kom á vegum Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar. Samstarfið ber heitið ,,Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana‟.
Kynningin fólst í að benda á möguleika sem geta falist í því að ráða fólk með skerta starfsgetu. Það er fjölbreyttur hópur fólks, með skerta starfsgetu, í atvinnuleit sem á það sameiginlegt að vilja vera virkir í samfélaginu og fá tækifæri til að vinna.
Hér er hægt að lesa sér betur til um verkefnið.