Fullt hús á safnanótt

12/02 2010

KK, Kristján Kristjánsson, slakar á fyrir stofutónleika Gljúfrasteins þann 14. júní 2009.

Aðsóknarmet var slegið í kvöld þegar KK spilaði í stofunni á Gljúfrasteini.

Yfir 200 manns lögðu leið sína í Mosfellsdalinn á safnanótt og áttu skemmtilega stund í húsi skáldsins. Þétt var setið í stofunni, í stiganum og staðið meðfram veggjum. Nokkrir gestir stóðu fyrir utan húsið og hlustuðu á tónlistina í gegnum opinn glugga.

Fyrir þá sem misstu af skemmtuninni er hér myndband frá því KK spilaði á Gljúfrasteini síðasta sumar.