Framhaldsskólarnir á Gljúfrasteini
08.11 2012
Framhaldsskólarnir hafa verið duglegir að heimsækja Gljúfrastein undanfarið og verða áfram í nóvembermánuði.
Hjá mörgum skólum er það orðinn fastur liður að heimsækja hús skáldsins á meðan verið er að læra um Halldór Laxness. Flestir nemendahóparnir eru að lesa Sjálfstætt fólk.
Nemendurnir fara í hljóðleiðsögn um húsið, kynnast heimilislífinu á Gljúfrasteini og um leið störfum Halldórs Laxness. Í móttökuhúsi safnsins fræðast þeir um verk og störf Halldórs í gegnum margmiðlunarsýningu. Sérstök áhersla er lögð á þann tíma þegar hann var ungur maður og í kringum þann tíma sem hann var að skrifa Sjálfstætt fólk.
Heimsóknir skólahópa eru ókeypis og er góð leið til þess að brjóta upp hið hefðbundna skólastarf.
Nemendur úr Verzlunarskóla Íslands bregða á leik.