Fjölbreytt tónlist í stofunni í ágúst

31/07 2019

Tónleikaröð sumarsins endar á nokkru af okkar fremsta tónlistarfólki.

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru á sunnudögum og hefjast klukkan fjögur. Miðasala í safnbúð hefst samdægurs og er aðgangseyrir 2500 kr.

Moses Hightower kemur um verslunarmannahelgina, 4. ágúst. Hljómsveitin flytur lágstemmdar útgáfur af lögum sínum sem lítt rafmagnaður strengjakvartett; leikandi á píanó-, gítar- og bassastrengi á meðan trymbill sveitarinnar slær hjartans hörpustrengi.

Björk Níelsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir halda tónleika 11. ágúst. Björk hlaut titilinn bjartasta vonin á Íslensku Tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar- og samtímatónlistar í ár.

Magga Stína verður í stofunni 18. ágúst. Hún mun flytja úrval laga við ljóð Halldórs Laxness auk laga eftir Megas.

Jóel Pálsson og Davíð Þór Jónsson leika lausum hala þann 25. ágúst og ljúka þar með tónleikasumrinu.